154. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Áskoranirnar eru margar. Fyrir utan þær augljósu vegna náttúruhamfara þá er enn álag í heilbrigðiskerfinu. Menntakerfið á við aukinn vanda að etja, ekkert hreyfist í loftslagsmálum og fátækt fólk þarf enn að bíða eftir réttlæti. Við þurfum að gera betur. Við þurfum að tryggja sjálfbærni, gagnsæi og öryggi fólks, samfélags og jarðar. Það þarf að skilgreina grunnframfærslu til að útrýma fátækt. Það þarf að byggja fleiri íbúðir. Þannig styrkjum við grundvöll hagkerfisins og náum sjálfbærni og stöðugleika. Þessi fjárlög eru að gera eitthvað allt annað. Þau eru hlutlaus gagnvart verðbólgunni í besta falli og neikvæð fyrir velferðarkerfið. Samfélagslega öryggisnetið heldur ekki í við verðbólgu eða launaþróun. Aðhaldið lendir því á viðkvæmum hópum sem verða bara að herða ólina enn meira en áður. Ríkisstjórnin segist vera að ná árangri en fjárlög segja annað — aftur.